You are here: Home

Velkomin á síður Öndvegisrannsóknaáætlunarinnar (Toppforskningsinitiativet)

Öndvegisrannsóknaáætlunin, Toppforskningsinitiativet (TFI) er stærsta samnorræna átakið sem snýr að loftslagi, umhverfi og orku nokkru sinni. Með því að gera bæði rannsóknastofnanir og atvinnulíf þátttakendur, og með því að tengja þá bestu á sínu sviði saman, munu Norðurlöndin leggja sitt af mörkum við að leysa loftlagsvanda heimsins.


Öndvegisrannsóknaáætlunin samanstendur af sex undiráætlunum:

 

 

Aðlögun að loftslagsbreytingum og rannsóknir á áhrifum þeirra

 

Víxlverkanir milli loftslagsbreytinga og freðhvolfs jarðar

 

Orkunýtni með örtækni

 

Samþætting stórfelldrar virkjunar á vindorku

 

Sjálfbært lífeldsneyti

 

CO2 - föngun og geymsla

 

 

Á þessum síðum geturðu lesið meira um áætlunina og aðra þætti hennar.


Allt efni verður hægt að nálgast á norðurlandamáli og ensku en síðar einnig á íslensku og finnsku að nokkru leyti.